Friday, October 12, 2007

Hey yaaaaa

Kominn með síma og síma e-mail. Bjóst við að síminn yrðu mad technical og ég fengi hologram upp þegar ég opnaði hann but noooooo, ekkert þannig!

e-mail: steinn@ezweb.ne.jp
Sími: Landskóði sem ég man ekki í augnablikinu- 08067505027


Svo... ef þið viljið angra mig þegar ég er nývaknaður og þið á fyllerí... by all means gerið það


Myndasíða á leiðinni...

Steinn Ingi



Lag vikunnar: Roc Boys (And the winner is) - Jay-Z

Thursday, October 4, 2007

Konnichiwa bitches

Jæja, ég er kominn með blogg um lífið í Tokyo. Vona að sem flestir njóti :)

Ætli maður byrji ekki á byrjuninni. Ég fór af klakanum 14. Ágúst og kíkti til New York. Þar tóku á móti mér meistarar Gunnar, Tómas og Snorri og skemmtum við okkur drulluvel í 6 daga saman. Hápunktar ferðarinnar voru klárlega tónleikarnir með Boot Camp Clik í SOB’s Bar og ekki má gleyma JT í Madison Square Garden.

Ég ætla að stikla á stóru á þeirri ferð með að nota bjúletæn:

  • Ég keypti high quality Rolex í New York
  • Það bilaði eftir 2 vikur…
  • Ég keypti fáránlega svalan pela sem á að setja í beltissylgju.
  • Gleymdi að kaupa beltið…
  • Smakkaði White Castle hamborgara, I had an orgy in my mouth!
  • Ég þoli ekki mixtape blökkumenn sem reyna að selja mér draslið þeirra
  • Gaur á SOB’s Bar hélt að ég væri producer. Það er kannski ekki rappari but I’ll take it
  • Ég var spurður alls staðar um skilríki. Helvítis vöntun á skeggvexti!
  • Sá Beyonce Knowles með berum augum í Macy’s. Hataði það ekki
  • Það er ógeðslegt að kúka í Bandaríkjunum, vatnsmagnið er svo mikið að maður getur ekki einu sinni búið til hreiður!
  • Lag ferðarinnar: Hurricane Chris – Ay Bay Bay


Og þetta var ferðin! :D

Þakka Gunna, Tomma og Snorra kærlega fyrir ferðina, þetta var spikfeitt!



20. maí fór ég til Tokyo í gegnum L.A og tók það ferðalag um 20 klukkutíma með bið á LAX. Ég hafði Eggert Stefáns að gera í fjóra daga áður en Bjössi frændi kom en kíkti þó aðeins á þessa helstu staði (Shinjuku og Akihabara). Þegar Bjössi kom ásamt Betu og Auði vinkonum sínum forum við með Gunnellu vinkonu þeirra til Hakone. Hakone er staðsett einhverjum tveimur klukkutímum frá Tokyo á stað sem er oft kallað Japönsku Alparnir. Þar kíkti maður uppá e-ð fjall þarna með kláfi sem var helvíti öruggur, sæll! Hakone er drullunæs staður og rólegur, annað en ruglið í Tokyo. Eftir stutt stopp í Tokyo forum við Bjössi svo til Kyoto og Osaka.

Kyoto er gamla höfuðborg Japans og það er fullt af gömlum skrínum og byggingum þar, m.a. gamla keisarahöllin. Við skoðuðum einhverja slummu af því ásamt því að fara á góða veitingastaði (að borða m.a engisprettur og býflugur) og kaupa rándýr Katana sverð. Ég er latur þannig að ég nenni ekki að skrifa meira um Kyoto. Þegar myndasiðan kemur upp get ég látið myndirnar tala.

Því næst var farið til Osaka en þar er ekkert annað en gamalt folk og Yakuza og við vorum straight hatin á það. Kíktum í Osaka Aquarium sem hefur stærsta fisk í heimi, Whale shark. En nei nei, hann var í sumarfríi!? Og hvenær átti hann að snúa aftur? Að sjálfsögðu daginn eftir að við vorum þarna.

Eftir að við komum aftur til Tokyo forum við á hotel í Ueno-hverfinu sem er eitt það elsta í Tokyo. Hápunkturinn var klááááárlega þegar við forum á hafnaboltaleik í Tokyo Dome að sjá Yomiuri Giants. Ég get bóklega kallað mig aðdáanda hafnabolta eftir að hafa verið að horfa á þetta í sjónvarpi síðastliðinn mánuð og rúsínan í pylsuendanum var að fara á actual leik.
18 september flutti ég svo loksins inní íbúðina mina í Nerima. Þetta er pínulítið helvíti en ætli þetta verði ekki að duga. Myndir fylgja seinna meir. Ég þakka Bjössa einnig fyrir þessar þrjár vikur, þetta var megaferð ;)

Skólinn byrjaði svo 20 september. Gakushuin háskóli er staðsettur í Mejiro og sjálft háskólasvæðið er 200.000 fermetrar. Það eru fótboltavöllur í fullri stærð, sparkvöllur, 8 tennisvellir, rugbyvöllur, hafnaboltavöllur og íþróttahús. Síðan má ekki gleyma hesthúsinu og polovellinum (ekki grin…). Ég skeit á mig í einhverju stöðuprófi þannig að fyrst um sinn er ég í elementary japönsku en það er sosum ágætt miðað við það að ég er að læra e-ð nýtt á hverjum degi. Svo vonast ég að færast upp um þrep eftir áramót. Svo þurfti ég að fylla uppí stundaskrána mina þannig að ég er í amerískum og breskum bókmenntum. Það er frekar næs, maður les einhverjar bækur og horfir á myndir sem hafa verið gerðar eftir bókinni. Easy peasy svooo... casual

Skiptinemarnir sem eru með mér eru mjög fínir. Ég hef verið að hanga mest með Richard frá Skotlandi, John frá Bretlandi og Travis frá Bandaríkjunum. Richard er að undirbúa Mastersritgerð frá University of Edinburgh í málvísindum og hefur verið að læra japönsku í ca 7 ár, það er kómískt hvað hann er betri í japönsku en ég. John er spólgraður Breti úr Oxford háskóla og er á svipuðu leveli og ég og Travis er frekar laid back gaur úr University of North Carolina (Ekki Jordan skólanum) og hefur verið hérna síðan í apríl þannig að hann er alveg ágætur að tala japönsku.

Upp á síðkastið hef ég verið að læra, á fylleríum og svo kom ég mér í fótboltaklúbbinn í Gakushuin. Fyrsta æfingin var á sparkvellinum. Það var spilað 5 á 5…. Í þrjá tíma! Ég var búinn á því andlega og líkamlega eftir þetta. Þeir eru megafljótir og teknískir en styrkurinn er reyndar ekki uppá marga fiska.

Svo kemur önnur bjúletæn runa um Japan:
  • Ég er of stór fyrir Japan. Ég verð með marið enni þangað til ég kem heim aftur.Ég þarf til að mynda að beygja mig út úr lestinni.
  • Sumt folk er hrætt við mig…. Út af hverju, ég hef ekki hugmynd
  • Japanskt all you can drink er snilld. Maður fær hálftíma, klukkutíma eða tvo tíma og borgar í mesta lagi 2000 yen
  • Ég hitti japanskan gaur sem fílar Ballin með Jimmy Jones í tætlur, hann kann meira að segja dansinn! Það var aðeins of gully :D
  • Blökkumennirnir sem búa í Tokyo vinna annð hvort við að plögga strippstaði í Roppongi (sleazy útlendingadjammstaður) eða reka litlar fatabúðir í Harajuku og það þarf ekkert að snúa uppá handlegginn þeirra að bögga mig. Set þá á sama stall og mixtape blökkumennina..
  • Japanskir stórmarkaðir selja ekki hamborgarabrauð, það er veeerulega pirrandi


Ég nenni ekki að skrifa meira í bili. Það fer að styttast í að ég fái internetsamband inná herbergi, gef þessu 10-14 daga í viðbót. Einnig fæ ég heimasíma og gemsa þá þá… Ég held samt að ég verði enginn megabloggari, skrifa kannski einstöku sinnum ef ég nenni því.

Aaaallllavega…

Peace out y’all


Lag vikunnar: Kanye West feat. T-Pain – Good life