Friday, June 13, 2008

...

Jæja, ég held að enginn fylgist með þessu "bloggi" að einhverju viti en ég held það sé tími á smá öppdeit.

Ég er á fullu í skólanum í steikjandi hita í Tokyo, hitinn er kannski ekkert svimandi hár en rakinn er þvílíkur að maður getur undið uppá bolinn eftir u.þ.b 2ja klukkstunda notkun (og það er ekki eins og ég sé á einhverjum hlaupum hérna)

á þessum síðastliðnum mánuðum hef ég verið í eintómum heimalærdómi en hef þó endrum og sinnum kíkt aðeins út fyrir hús til að fá mér einn öl eða tvo, svo hef ég einnig verið að sprikla í fótbolta með Kóreumönnum hérna. Það er e-ð mót milli erlendra nema í 4 stórum háskólum hérna og verð ég e-ð að reyna fyrir mér þar. Maður tekur strikerinn á þetta og setur nokkrar slummur, eeeeinmettt.

Von er á mér aftur á klakann í byrjun ágúst, dagsetningin er ekki komin enn en það verður 3ja eða fjórða ágúst, ég trúi í rauninni ekki að þetta ár er senn að líða, þetta hefur liðið gígantískt hratt en samt sem áður verður frábært að koma heim og hitta vinina.

Svo má bæta við að ég varð ekki vitni að þessu fjöldamorði í Akihabara en hef þó talað við einn sem sá það og sá sagði að þetta hafi verið eitt það hrikalegasta sem hann hafi séð, maðurinn hafi stokkið út úr bílnum með hníf í hvorri hendi, klárað fólkið sem hann keyrði yfir fyrst og svo farið á milli og stungið alla sem hann sá. Einnig stakk hann fólk í bakið sem snéri baki í hann. Hann verður dauður innan fjögurra ára ef e-ð er að marka dómskerfið í Japan, en maður var líflátinn 2004 eftir að hafa framið svipað ódæði í barnaskóla 2001. Nenni í rauninni ekki að tala meira um þetta, þetta er alveg hræðilegur atburður og út úr karakter fyrir borg sem er með lægri glæpatíðni en Reykjavík.

Jæja, ég ætla ekki að tala meira, farinn að leggja mig.


minni á gallery.mac.com/steinningi en þar set ég inn myndir endrum og sinnum

Steinn Ingi

Friday, February 15, 2008

Sorry seems to be the hardest word

Það er löngu löngu löngu kominn tími á e-ð nýtt frá mér þannig að here goes: Síðan á áramótum hefur ekkert gríðarmikið gerst, ég byrjaði aftur í skólanum 10 janúar og kláraði 22. janúar aftur. Nú er ég í svokölluðu vorfríi og byrja ekki aftur fyrr en í apríl! Helvíti næs verð ég að segja :)

Maður var aðeins farinn að sprikla í fótbolta í síðsta mánuði, spilandi í liði sem samanstendur af mér, Skotanum Richard og restin er gaurar frá Kóreu. Skotinn er fínn en Kóreumennirnir geta Magnússon! Kunna ekki fótbolta, svo einfalt er það! Allavega, um leið og ég kláraði skólann fékk ég e-ð skítakvef. Ekkert alvarlegt, bara flensuskítur. Þessi flensuskítur þróaðist í bronkítis sem ég hef verið núna með í ca 2 vikur, frekar hvimleitt. Ég kíkti á heilsugæslustöð hérna í nágrenninu til að fá sýklalyf við þessu og var það skrautleg reynsla. Ritararnir sögðu mér að fylla út eyðublað (biiiig surprise, maður þarf að fylla út eyðublað til að fá linsur í þessu landi) þar sem maður ritar niður nafn, heimilsfang, aldur, starf, hvaða veikindi maður heldur að maður sé með núna, hvaða sjúkdóma maður hefur verið með, hvort maður sé með ofnæmi, hvort maður taki lyf osfrv. Gott og vel ef maður er e-ð alvarlega sjúkur einstaklingur en varla þegar maður veit að maður þarf sýklalyf og ekkert annað.... Aaaalllavega, ég bíð í 45 mínútur eftir að hitta lækninn, á milli þess sem að ritararnir reyndu að sannfæra mig um að fara í strætó uppá spítala því að það væri fyrir útlendinga sem kynnu ekki nógu góða japönsku. Ég reddaði mér með því að koma einhverri japönsku út úr mér að þetta yrði í lagi, það væri ekkert rosaflókið það sem ég þyrfti. Svo loksins hitti ég lækninn. Hann kommentaði á það fyrst hversu stór ég er (eins og allir virðast nauðbeygðir að gera). Maður veit sjaldnast hvað maður á að segja, takk? ég veit? ertu að reyna við mig? Anywho, ég sagði honum að ég hafi farið á netið og fundið út að ég sé með bronkítis og þurfi á sýklalyfjum að halda. Hann sendi mig í inflúensupróf........... af hverju, ég veit ekki meiiiiir... og á meðan þeir biðu eftir niðurstöðunum úr því þurfti ég að fara aftur fram og bíða, í þetta skiptið með veikindagrímu sem er gríðarlega vinsæl í Japan





Basically, mér leið eins og málara með fráhvarfseinkenni...

Svo komu niðurstöðurnar, ég var ekki með inflúensu! Shocker! Hann gaf mér lyfseðil sem innihélt ekki bara sýklalyf heldur þrjú önnur lyf. Og pillurnar sem eru framleiddar hérna eru svo veikar að ég þurfti að taka að meðaltali 11 pillur á dag. Hey here's a thought, gerið pillurnar sterkari! Úff, þurfti að koma þessu frá mér..


Um daginn fékk ég mér fugu. Fugu er fiskur sem er alræmdur hérna í Japan. Ef þið munið eftir Simpsons þættinum þar sem að Homer borðar eitraðan fisk á japönskum veitingastað og heldur að hann sé að deyja, þá er það sá fiskur.

Hérna er nánari útskýring:

Hérna er svo Fugu kokkur að skera niður fiskinn:


Oooog svona var fiskurinn þegar hann kom á borðið :) (no joke)



Helvíti spes að maturinn hreyfir sig á disknum, en þetta var bara stemning. Góður fiskur líka



Núna tekur við lærdómssessjon hjá mér þangað til mamma og pabbi koma í mars. Ég er að fara upp um bekki á næstu önn og ég meika ekki að vera "special" nemandinn í bekknum :D

Jæja, þetta er komið í bili

Lög færslunnar:

Kiss Kiss - Chris Brown feat. T-Pain (Mér er alveg sama hvað þið haters segið, ég fíla þetta lag!)
Seabear- Arms
1 2 pass it - D and D All-stars (Þakka Gaua sérstaklega fyrir að hafa reddað þessari klassík)

I'm out y'all