Friday, June 13, 2008

...

Jæja, ég held að enginn fylgist með þessu "bloggi" að einhverju viti en ég held það sé tími á smá öppdeit.

Ég er á fullu í skólanum í steikjandi hita í Tokyo, hitinn er kannski ekkert svimandi hár en rakinn er þvílíkur að maður getur undið uppá bolinn eftir u.þ.b 2ja klukkstunda notkun (og það er ekki eins og ég sé á einhverjum hlaupum hérna)

á þessum síðastliðnum mánuðum hef ég verið í eintómum heimalærdómi en hef þó endrum og sinnum kíkt aðeins út fyrir hús til að fá mér einn öl eða tvo, svo hef ég einnig verið að sprikla í fótbolta með Kóreumönnum hérna. Það er e-ð mót milli erlendra nema í 4 stórum háskólum hérna og verð ég e-ð að reyna fyrir mér þar. Maður tekur strikerinn á þetta og setur nokkrar slummur, eeeeinmettt.

Von er á mér aftur á klakann í byrjun ágúst, dagsetningin er ekki komin enn en það verður 3ja eða fjórða ágúst, ég trúi í rauninni ekki að þetta ár er senn að líða, þetta hefur liðið gígantískt hratt en samt sem áður verður frábært að koma heim og hitta vinina.

Svo má bæta við að ég varð ekki vitni að þessu fjöldamorði í Akihabara en hef þó talað við einn sem sá það og sá sagði að þetta hafi verið eitt það hrikalegasta sem hann hafi séð, maðurinn hafi stokkið út úr bílnum með hníf í hvorri hendi, klárað fólkið sem hann keyrði yfir fyrst og svo farið á milli og stungið alla sem hann sá. Einnig stakk hann fólk í bakið sem snéri baki í hann. Hann verður dauður innan fjögurra ára ef e-ð er að marka dómskerfið í Japan, en maður var líflátinn 2004 eftir að hafa framið svipað ódæði í barnaskóla 2001. Nenni í rauninni ekki að tala meira um þetta, þetta er alveg hræðilegur atburður og út úr karakter fyrir borg sem er með lægri glæpatíðni en Reykjavík.

Jæja, ég ætla ekki að tala meira, farinn að leggja mig.


minni á gallery.mac.com/steinningi en þar set ég inn myndir endrum og sinnum

Steinn Ingi

Friday, February 15, 2008

Sorry seems to be the hardest word

Það er löngu löngu löngu kominn tími á e-ð nýtt frá mér þannig að here goes: Síðan á áramótum hefur ekkert gríðarmikið gerst, ég byrjaði aftur í skólanum 10 janúar og kláraði 22. janúar aftur. Nú er ég í svokölluðu vorfríi og byrja ekki aftur fyrr en í apríl! Helvíti næs verð ég að segja :)

Maður var aðeins farinn að sprikla í fótbolta í síðsta mánuði, spilandi í liði sem samanstendur af mér, Skotanum Richard og restin er gaurar frá Kóreu. Skotinn er fínn en Kóreumennirnir geta Magnússon! Kunna ekki fótbolta, svo einfalt er það! Allavega, um leið og ég kláraði skólann fékk ég e-ð skítakvef. Ekkert alvarlegt, bara flensuskítur. Þessi flensuskítur þróaðist í bronkítis sem ég hef verið núna með í ca 2 vikur, frekar hvimleitt. Ég kíkti á heilsugæslustöð hérna í nágrenninu til að fá sýklalyf við þessu og var það skrautleg reynsla. Ritararnir sögðu mér að fylla út eyðublað (biiiig surprise, maður þarf að fylla út eyðublað til að fá linsur í þessu landi) þar sem maður ritar niður nafn, heimilsfang, aldur, starf, hvaða veikindi maður heldur að maður sé með núna, hvaða sjúkdóma maður hefur verið með, hvort maður sé með ofnæmi, hvort maður taki lyf osfrv. Gott og vel ef maður er e-ð alvarlega sjúkur einstaklingur en varla þegar maður veit að maður þarf sýklalyf og ekkert annað.... Aaaalllavega, ég bíð í 45 mínútur eftir að hitta lækninn, á milli þess sem að ritararnir reyndu að sannfæra mig um að fara í strætó uppá spítala því að það væri fyrir útlendinga sem kynnu ekki nógu góða japönsku. Ég reddaði mér með því að koma einhverri japönsku út úr mér að þetta yrði í lagi, það væri ekkert rosaflókið það sem ég þyrfti. Svo loksins hitti ég lækninn. Hann kommentaði á það fyrst hversu stór ég er (eins og allir virðast nauðbeygðir að gera). Maður veit sjaldnast hvað maður á að segja, takk? ég veit? ertu að reyna við mig? Anywho, ég sagði honum að ég hafi farið á netið og fundið út að ég sé með bronkítis og þurfi á sýklalyfjum að halda. Hann sendi mig í inflúensupróf........... af hverju, ég veit ekki meiiiiir... og á meðan þeir biðu eftir niðurstöðunum úr því þurfti ég að fara aftur fram og bíða, í þetta skiptið með veikindagrímu sem er gríðarlega vinsæl í Japan





Basically, mér leið eins og málara með fráhvarfseinkenni...

Svo komu niðurstöðurnar, ég var ekki með inflúensu! Shocker! Hann gaf mér lyfseðil sem innihélt ekki bara sýklalyf heldur þrjú önnur lyf. Og pillurnar sem eru framleiddar hérna eru svo veikar að ég þurfti að taka að meðaltali 11 pillur á dag. Hey here's a thought, gerið pillurnar sterkari! Úff, þurfti að koma þessu frá mér..


Um daginn fékk ég mér fugu. Fugu er fiskur sem er alræmdur hérna í Japan. Ef þið munið eftir Simpsons þættinum þar sem að Homer borðar eitraðan fisk á japönskum veitingastað og heldur að hann sé að deyja, þá er það sá fiskur.

Hérna er nánari útskýring:

Hérna er svo Fugu kokkur að skera niður fiskinn:


Oooog svona var fiskurinn þegar hann kom á borðið :) (no joke)



Helvíti spes að maturinn hreyfir sig á disknum, en þetta var bara stemning. Góður fiskur líka



Núna tekur við lærdómssessjon hjá mér þangað til mamma og pabbi koma í mars. Ég er að fara upp um bekki á næstu önn og ég meika ekki að vera "special" nemandinn í bekknum :D

Jæja, þetta er komið í bili

Lög færslunnar:

Kiss Kiss - Chris Brown feat. T-Pain (Mér er alveg sama hvað þið haters segið, ég fíla þetta lag!)
Seabear- Arms
1 2 pass it - D and D All-stars (Þakka Gaua sérstaklega fyrir að hafa reddað þessari klassík)

I'm out y'all

Monday, December 31, 2007

Gleðilegt nýtt ár!

Ég vildi bara skila kveðju til hinna fjöööldamörgu lesenda síðunnar og óska ykkur öllum gleðilegra jóla (gamli seini) og gleðilegs nýs árs og farsældar á komandi ári. Þetta ár hefur verið aaalltof fljótt að líða, mér líður eins og ég hafi verið á Narita flugvelli í síðustu viku :S

Í kvöld fer ég til

Shibuya



að fagna áramótunum og hlakka mjög til. Klukkan þrjú að íslenskum tíma er klukkan 12 að japönskum tíma svoooo.. langt á undan !


Kannski ég næli mér í nokkrar sveittar



Það væri hawt

Ef að fólk vill heyra í mér fullum meðan þið eruð bláedrú (ekkert nýtt svo sem þar á ferð) þá er síminn +81 08067505027 (Fólk sem hringir úr síma sleppa fyrsta 0 inu í 080, Skype notendur ekki)



Allavega, gleðilegt nýtt ár!

Kveðja,

Steinn Ingi


Nýárslagið: UGK feat. OutKast - International Players Anthem

Monday, November 19, 2007

Myndir

Jæjaaaa, þá er komið myndagallerí á http://gallery.mac.com/steinningi

endilega skoðið og dáist

Steinn Ingi

Saturday, November 10, 2007

Jæja...

Afsakið fyrir lélegasta blogg aldarinnar. Reyni að standa mig betur héðan í frá...

Aaalllavega... Lífið í Tokyo gengur sinn vanagang, er á fullu í skólanum að reyna að læra og gera e-ð að viti svo ég komi ekki heim ótalandi eins og fáviti. Þetta hefur gerst síðan í síðustu færslu:

Fór á Talib Kweli tónleika 15. október, það var aaaðeins of gaman!
Atli vinur minn kom í stutta heimsókn, tsjekkuðum Tokyo Motor Show meðal annars
Fór í Halloween partý dressaður upp sem P.Diddy, sennilega í fyrsta og síðasta skipti sem P. Diddy er túlkaður sem stór, hvítur fokker
Það var stórt festival í skólanum um daginn, þar fór ég meðal annars á 4 tíma fegurðarsamkeppni og rækilegt fyllerí eftir það :)
The Roots 18 janúar í Tokyo. Þar verð ég
Pantaði pizzu, þurfti að velja milli pizzasósu og mæjónes á botninn! Japanir eru skrýtnir...

Ég er að koma upp myndasíðu as we speak... Eeeen ég er latur og sennilega verður hún uppi eftir 2-3 daga

Lög sem halda mér gangandi þessa dagana:

Lupe Fiasco - Superstar
Saigon feat. Jay-Z & Swizz Beats - Come on Baby (remix)
Nas - Surviving the times

Og ef þið eruð ekki búin að tsjekka nýja Radiohead diskinn eruð þið aumingjar með hor

That'll be all... for now

Friday, October 12, 2007

Hey yaaaaa

Kominn með síma og síma e-mail. Bjóst við að síminn yrðu mad technical og ég fengi hologram upp þegar ég opnaði hann but noooooo, ekkert þannig!

e-mail: steinn@ezweb.ne.jp
Sími: Landskóði sem ég man ekki í augnablikinu- 08067505027


Svo... ef þið viljið angra mig þegar ég er nývaknaður og þið á fyllerí... by all means gerið það


Myndasíða á leiðinni...

Steinn Ingi



Lag vikunnar: Roc Boys (And the winner is) - Jay-Z

Thursday, October 4, 2007

Konnichiwa bitches

Jæja, ég er kominn með blogg um lífið í Tokyo. Vona að sem flestir njóti :)

Ætli maður byrji ekki á byrjuninni. Ég fór af klakanum 14. Ágúst og kíkti til New York. Þar tóku á móti mér meistarar Gunnar, Tómas og Snorri og skemmtum við okkur drulluvel í 6 daga saman. Hápunktar ferðarinnar voru klárlega tónleikarnir með Boot Camp Clik í SOB’s Bar og ekki má gleyma JT í Madison Square Garden.

Ég ætla að stikla á stóru á þeirri ferð með að nota bjúletæn:

  • Ég keypti high quality Rolex í New York
  • Það bilaði eftir 2 vikur…
  • Ég keypti fáránlega svalan pela sem á að setja í beltissylgju.
  • Gleymdi að kaupa beltið…
  • Smakkaði White Castle hamborgara, I had an orgy in my mouth!
  • Ég þoli ekki mixtape blökkumenn sem reyna að selja mér draslið þeirra
  • Gaur á SOB’s Bar hélt að ég væri producer. Það er kannski ekki rappari but I’ll take it
  • Ég var spurður alls staðar um skilríki. Helvítis vöntun á skeggvexti!
  • Sá Beyonce Knowles með berum augum í Macy’s. Hataði það ekki
  • Það er ógeðslegt að kúka í Bandaríkjunum, vatnsmagnið er svo mikið að maður getur ekki einu sinni búið til hreiður!
  • Lag ferðarinnar: Hurricane Chris – Ay Bay Bay


Og þetta var ferðin! :D

Þakka Gunna, Tomma og Snorra kærlega fyrir ferðina, þetta var spikfeitt!



20. maí fór ég til Tokyo í gegnum L.A og tók það ferðalag um 20 klukkutíma með bið á LAX. Ég hafði Eggert Stefáns að gera í fjóra daga áður en Bjössi frændi kom en kíkti þó aðeins á þessa helstu staði (Shinjuku og Akihabara). Þegar Bjössi kom ásamt Betu og Auði vinkonum sínum forum við með Gunnellu vinkonu þeirra til Hakone. Hakone er staðsett einhverjum tveimur klukkutímum frá Tokyo á stað sem er oft kallað Japönsku Alparnir. Þar kíkti maður uppá e-ð fjall þarna með kláfi sem var helvíti öruggur, sæll! Hakone er drullunæs staður og rólegur, annað en ruglið í Tokyo. Eftir stutt stopp í Tokyo forum við Bjössi svo til Kyoto og Osaka.

Kyoto er gamla höfuðborg Japans og það er fullt af gömlum skrínum og byggingum þar, m.a. gamla keisarahöllin. Við skoðuðum einhverja slummu af því ásamt því að fara á góða veitingastaði (að borða m.a engisprettur og býflugur) og kaupa rándýr Katana sverð. Ég er latur þannig að ég nenni ekki að skrifa meira um Kyoto. Þegar myndasiðan kemur upp get ég látið myndirnar tala.

Því næst var farið til Osaka en þar er ekkert annað en gamalt folk og Yakuza og við vorum straight hatin á það. Kíktum í Osaka Aquarium sem hefur stærsta fisk í heimi, Whale shark. En nei nei, hann var í sumarfríi!? Og hvenær átti hann að snúa aftur? Að sjálfsögðu daginn eftir að við vorum þarna.

Eftir að við komum aftur til Tokyo forum við á hotel í Ueno-hverfinu sem er eitt það elsta í Tokyo. Hápunkturinn var klááááárlega þegar við forum á hafnaboltaleik í Tokyo Dome að sjá Yomiuri Giants. Ég get bóklega kallað mig aðdáanda hafnabolta eftir að hafa verið að horfa á þetta í sjónvarpi síðastliðinn mánuð og rúsínan í pylsuendanum var að fara á actual leik.
18 september flutti ég svo loksins inní íbúðina mina í Nerima. Þetta er pínulítið helvíti en ætli þetta verði ekki að duga. Myndir fylgja seinna meir. Ég þakka Bjössa einnig fyrir þessar þrjár vikur, þetta var megaferð ;)

Skólinn byrjaði svo 20 september. Gakushuin háskóli er staðsettur í Mejiro og sjálft háskólasvæðið er 200.000 fermetrar. Það eru fótboltavöllur í fullri stærð, sparkvöllur, 8 tennisvellir, rugbyvöllur, hafnaboltavöllur og íþróttahús. Síðan má ekki gleyma hesthúsinu og polovellinum (ekki grin…). Ég skeit á mig í einhverju stöðuprófi þannig að fyrst um sinn er ég í elementary japönsku en það er sosum ágætt miðað við það að ég er að læra e-ð nýtt á hverjum degi. Svo vonast ég að færast upp um þrep eftir áramót. Svo þurfti ég að fylla uppí stundaskrána mina þannig að ég er í amerískum og breskum bókmenntum. Það er frekar næs, maður les einhverjar bækur og horfir á myndir sem hafa verið gerðar eftir bókinni. Easy peasy svooo... casual

Skiptinemarnir sem eru með mér eru mjög fínir. Ég hef verið að hanga mest með Richard frá Skotlandi, John frá Bretlandi og Travis frá Bandaríkjunum. Richard er að undirbúa Mastersritgerð frá University of Edinburgh í málvísindum og hefur verið að læra japönsku í ca 7 ár, það er kómískt hvað hann er betri í japönsku en ég. John er spólgraður Breti úr Oxford háskóla og er á svipuðu leveli og ég og Travis er frekar laid back gaur úr University of North Carolina (Ekki Jordan skólanum) og hefur verið hérna síðan í apríl þannig að hann er alveg ágætur að tala japönsku.

Upp á síðkastið hef ég verið að læra, á fylleríum og svo kom ég mér í fótboltaklúbbinn í Gakushuin. Fyrsta æfingin var á sparkvellinum. Það var spilað 5 á 5…. Í þrjá tíma! Ég var búinn á því andlega og líkamlega eftir þetta. Þeir eru megafljótir og teknískir en styrkurinn er reyndar ekki uppá marga fiska.

Svo kemur önnur bjúletæn runa um Japan:
  • Ég er of stór fyrir Japan. Ég verð með marið enni þangað til ég kem heim aftur.Ég þarf til að mynda að beygja mig út úr lestinni.
  • Sumt folk er hrætt við mig…. Út af hverju, ég hef ekki hugmynd
  • Japanskt all you can drink er snilld. Maður fær hálftíma, klukkutíma eða tvo tíma og borgar í mesta lagi 2000 yen
  • Ég hitti japanskan gaur sem fílar Ballin með Jimmy Jones í tætlur, hann kann meira að segja dansinn! Það var aðeins of gully :D
  • Blökkumennirnir sem búa í Tokyo vinna annð hvort við að plögga strippstaði í Roppongi (sleazy útlendingadjammstaður) eða reka litlar fatabúðir í Harajuku og það þarf ekkert að snúa uppá handlegginn þeirra að bögga mig. Set þá á sama stall og mixtape blökkumennina..
  • Japanskir stórmarkaðir selja ekki hamborgarabrauð, það er veeerulega pirrandi


Ég nenni ekki að skrifa meira í bili. Það fer að styttast í að ég fái internetsamband inná herbergi, gef þessu 10-14 daga í viðbót. Einnig fæ ég heimasíma og gemsa þá þá… Ég held samt að ég verði enginn megabloggari, skrifa kannski einstöku sinnum ef ég nenni því.

Aaaallllavega…

Peace out y’all


Lag vikunnar: Kanye West feat. T-Pain – Good life