Friday, June 13, 2008

...

Jæja, ég held að enginn fylgist með þessu "bloggi" að einhverju viti en ég held það sé tími á smá öppdeit.

Ég er á fullu í skólanum í steikjandi hita í Tokyo, hitinn er kannski ekkert svimandi hár en rakinn er þvílíkur að maður getur undið uppá bolinn eftir u.þ.b 2ja klukkstunda notkun (og það er ekki eins og ég sé á einhverjum hlaupum hérna)

á þessum síðastliðnum mánuðum hef ég verið í eintómum heimalærdómi en hef þó endrum og sinnum kíkt aðeins út fyrir hús til að fá mér einn öl eða tvo, svo hef ég einnig verið að sprikla í fótbolta með Kóreumönnum hérna. Það er e-ð mót milli erlendra nema í 4 stórum háskólum hérna og verð ég e-ð að reyna fyrir mér þar. Maður tekur strikerinn á þetta og setur nokkrar slummur, eeeeinmettt.

Von er á mér aftur á klakann í byrjun ágúst, dagsetningin er ekki komin enn en það verður 3ja eða fjórða ágúst, ég trúi í rauninni ekki að þetta ár er senn að líða, þetta hefur liðið gígantískt hratt en samt sem áður verður frábært að koma heim og hitta vinina.

Svo má bæta við að ég varð ekki vitni að þessu fjöldamorði í Akihabara en hef þó talað við einn sem sá það og sá sagði að þetta hafi verið eitt það hrikalegasta sem hann hafi séð, maðurinn hafi stokkið út úr bílnum með hníf í hvorri hendi, klárað fólkið sem hann keyrði yfir fyrst og svo farið á milli og stungið alla sem hann sá. Einnig stakk hann fólk í bakið sem snéri baki í hann. Hann verður dauður innan fjögurra ára ef e-ð er að marka dómskerfið í Japan, en maður var líflátinn 2004 eftir að hafa framið svipað ódæði í barnaskóla 2001. Nenni í rauninni ekki að tala meira um þetta, þetta er alveg hræðilegur atburður og út úr karakter fyrir borg sem er með lægri glæpatíðni en Reykjavík.

Jæja, ég ætla ekki að tala meira, farinn að leggja mig.


minni á gallery.mac.com/steinningi en þar set ég inn myndir endrum og sinnum

Steinn Ingi

1 comment:

Kristín said...

Ég held bara að það hafið frosið í helvíti þegar þú skrifaðir þessa færslu :). Gott að fá fréttir þó sjaldan sé.